Friday, May 19, 2006

Nepalska þingið setur lög sem svipta kónginn guðlegum status. Núna ná lögin yfir hann, hann borgar skatta, er ekki lengur æðsti yfirmaður hersins, Nepal er sekúlar ríki o.s.frv. Skyldi kóngurinn vera nógu raunsær til að sætta sig við þessi málalok? Ég veit það auðvitað ekki, en það getur svosem vel verið. Sætta maóistar sig við þessi málalok? Það er nú það. Frá sjónarhóli byltingarinnar ber kommúnistaflokki að leiða byltinguna áfram, ekki stoppa í miðjum klíðum. Hins vegar er freistandi að leggjast á lárberin þegar svona áfangasigur er í höfn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nú í vikunni eru víst40 ár síðan Menningarbyltingin hófst í Kína. Mér skilst að það sé lítið um dýrðir í Beijing; nánar tiltekið, að þar sé ekkert á seyði til að minnast þessara tímamóta. Um hvað er það merki?

No comments:

Post a Comment