Thursday, May 11, 2006

Smá um Nepal

Í Nepal hafa maóistar skipað nýja nefnd til að ræða frið við stjórnvöld. Í henni sitja margir málsmetandi maóistar, þar á meðal Baburam Bhattarai. Formaður maóista-tengdrar stúdentahreyfingar segir að það styttist í tímamótayfirlýsingu frá forystu maóista um ástandið í dag og atburði undanfarinna vikna og mánaða. Ég vil benda á góða úttekt á stöðunni í greininni Nepal: Triumph of Popular Will eftir Praful Bidwai. Reyndar vil ég líka benda á grein sem skrifuð er upp úr nýju símaviðtali við Prachanda: "Who is Richard Boucher?" Maoist supremo asks.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Portland hefur verið stofnuð opinber nefnd til að reyna að díla við yfirvofandi olíukreppu. Þetta virðist vera afraksturinn af starfi þessa hóps, ef ég skil rétt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Vóhh...

No comments:

Post a Comment