Thursday, May 25, 2006

Nokkur orð um Íran

Amir Taheri er lygari, en til allrar hamingju voru lygar hans afhjúpaðar áður en þær báru þann ávöxt sem þeim var ætlað. Munið þið eftir nýlegri frétt um að Íranir ætluðu að setja lög þess efnis, að fólk sem ekki er múslimar verði að auðkenna sig sérstaklega? Kristnir ættu að bera rautt merki, zóróastríanar blátt og gyðingar gult (eins og í Þriðja ríkinu).

Amir Taheri er maðurinn sem kom þessari sögu af stað. Hún er ekki sönn og það eru allar líkur á að hann hafi vitað það allan tímann, jafnvel skáldað hana upp sjálfur. Hann er íranskur frv. royalisti, útlagi -- hefur því sína hagsmuni sem þurfa ekki að fara saman við sannleikann.

Reynt er að mála Ahmadinejad upp sem nýjan Hitler með rógi. Forsetinn er ekki fullkominn frekar en aðrir, og reyndar mál færa rök fyrir því að hann sé, eins og fleiri forsetar, fullrar gagnrýni verður, a.m.k. að mörgu leyti. En hann á ekki skilið, frekar en aðrir menn, að það sé logið upp á hann sökum. Hann er kannski enginn dýrlingur, en hann er í öllu falli alls enginn Hitler!

Ítarlegri skýringar og heimildir (auk fleiri vísana í ítarlegri skýringar og heimildir) má finna m.a. í grein Juan Cole, „Another Fraud on Iran: No Legislation on Dress of Religious Minorities“ og í grein Jan Frel, „Ahmadinejad: Not Hitler After All“.

Olmert segir Íran ógn við Ísrael“ -- ekki eru það nýjar fréttir að blóðhundurinn í Miðausturlöndum fari að skæla þegar hinir neita að láta vaða yfir sig. Ég bíð ennþá eftir fréttinni um að „Bandaríkin og Ísrael eru ógn við Íran, segir Ahmadinejad“
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Að lokum minni ég á samstöðu- og styrktartónleikana sem Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir í kvöld, til stuðnings konum í Palestínu. Lesið um þá hér.

No comments:

Post a Comment