Tuesday, May 9, 2006

Á WSWS er ágæt grein um ástandið í Nepal, um spillingu borgaraflokkanna og ólíkindin á því að þeim takist að skila nokkrum árangri í lýðræðisátt fyrir sitt hrjáða land, og um þá almennu óánægju sem virðist vera með þá -- skiljanlega. Loks er aðeins fjallað um maóistana og sagt: "The CPN-M is now preparing to join the long line of guerrilla outfits around the world that have already exchanged their automatic rifles for posts in government and business." Eins og lesendur mínir vita hef ég því miður ekki forsendur til að leggja afgerandi mat á horfurnar, en hef áhyggjur af að þetta gæti einmitt verið það sem má búast við. Alla vega, greinina má lesa hér: "New Nepalese government seeks to defuse mass protest movement".
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nú, Alþjóðabankinn segir að Palestínska heimastjórnin verði brátt óstarfhæf ef henni berst ekki fjárhagsaðstoð. Hræsnina og óheiðarleikann í Ísraelum og Bandaríkjastjórn ætla ég ekki að fara að rekja enn eina ferðina, en ef þetta gerist, þá verða Ísraelar tilneyddir að axla sjálfir ábyrgð á þessu hernámi sínu. Í sjálfu sér einfaldar það stöðuna að fækka milliliðum um einn. Það er skömm frá því að segja, en stofnun Palestínsku heimastjórnarinnar var ekki pólitískt skref fram á við í þjóðfrelsisbaráttu Palestínumanna. Hamas-menn virðast vita hvað þeir eru að gera.

No comments:

Post a Comment