Saturday, May 13, 2006

Maóistar bjóða friðarviðræður

Stórfrétt, Prachanda mun sjálfur leiða viðræðunefnd nepalskra maóista við ríkisstjórn Koirala, að vissum skilyrðum uppfylltum. Ítarlegri frétt má m.a. lesa hér; maóistar vilja fyrir alla muni að alþjóðlegt eftirlitslið sjái um öryggismál í Nepal meðan á viðræðunum stendur og þeir vilja að maóistar sem eru í haldi ríkisins verði látnir lausir. Það kann að vera táknrænt að sá sem tjáði fréttamönnum þetta fyrir hönd CPN(M) var Matrika Yadav, miðstjórnarmaður í CPN(M) sem var nýlega látinn laus eftir 26 mánaða fangelsisvist.

Fylkisstjórinn sem hefur verið í vörslu maóista hefur líka verið látinn laus, eftir fimm vikna varðhald. Koirala forsætisráðherra fyrirskipaði handtöku fimm frv. ráðherra konungsins, fyrir meint samsæri gegn lýðræðinu.

Það virðist stefna í beinar viðræður, augliti til auglitis, milli Prachanda og Koirala. Slíkar viðræður geta haft afgerandi áhrif á gang mála. Koirala stendur nokkuð sterkum fótum; kóngurinn er ekki í stöðu til að sparka honum, en múgurinn í Kathmandú gæti hugsanlega gert það ef hann stendur sig ekki betur núna en hann gerði síðast. Maóistarnir vita það vel og eru reiðubúnir að hamra járn meðan heitt er, ef út í það fer. Þeir vilja að þingið verði leyst upp og stjórnarskráin numin úr gildi -- ríkið m.ö.o. gert upp frá grunni -- annars vara þeir við því að þeir gætu leitt almenna uppreisn gegn núverandi valdhöfum.

Vegvísir maóista til friðar er sem hér segir:

1. Declaration of a ceasefire
2. Finalisation of code of conduct
3. Formation of talks team
4. Release of political prisoners
5. Starting talks
6. Dissolution of the old parliament, constitution and government
7. Formation of an interim guideline and government by holding a political conference with representation from the political parties, civil society and renowned personalities of different sectors
8. Setting of electoral constituencies by ensuring the representation from people of all classes, castes, sectors and genders
9. Holding constituent assembly elections under reliable international upervision
10. Restructuring of the whole state structures including the People’s Liberation Army and the Royal Nepalese Army as per the popular mandate expressed through the (constituent assembly) elections.


Sjá líka umfjöllun KantipurOnline.

Hillir undir frið í Nepal? Of snemmt að segja ... en þetta getur vel verið skref í rétta átt.

No comments:

Post a Comment