Monday, May 8, 2006

Á WSWS taka menn Evo Morales með fyrirvara. Mig minnir að ég hafi vísað á grein þeirra Bolivia’s “socialist” president-elect Morales guarantees private property í janúar sl., en hér er önnur sem heggur í sama knérunn: Morales's nationalization in Bolivia: Who got stabbed? -- ég hvet áhugafólk um Evo Morales til að lesa þessar greinar báðar tvær. Hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Nepal fallast maóistar á að hefja friðarviðræður við borgaralegu þingræðisflokkana, og Prachanda segir að þeir séu bjartsýnni í þetta skipti en tvö síðustu, vegna þeirrar sögulegu hreyfingar sem hafi fleytt borgaraflokkunum í ríkisstjórn aftur. Hvað skal segja? Ég hef áhyggjur af nepölsku byltingunni.

No comments:

Post a Comment