Wednesday, May 3, 2006

Ríkisstjórn nepölsku borgaraflokkanna lýsir yfir vopnahléi við maóista og kveðst munu aflétta hryðjuverkamanna-stimplinum af þeim, svo og afturkalla eftirlýsingar hjá Interpol. Kóngurinn gæti vel skipað hernum sínum að fara eftir þessu, til þess að láta ríkisstjórnina virðast hafa völd, en enginn skyldi ætla stjórnlagaþinginu að verða meira en skrípaleikur. Ég vona að ég verði ómerkur orða minna; allavega kæmi það mér skemmtilega á óvart ef stjórnlagaþingið ákvæði að taka upp lýðveldi og kóngurinn mundi þá bara segja af sér án múðurs. Mér þykir hins vegar ekki sérlega líklegt að sú verði raunin!

No comments:

Post a Comment