Thursday, August 12, 2004

Um þessar mundir er hugur minn með íbúum Najaf í Íraq og þjóðfrelsishreyfingunni sem al Sadr leiðir. Það eru ekki öfundsverð örlög að bandaríski herinn hafi einsett sér að brytja mann niður til að kenna manni lexíu. Bandaríski herinn segist berjast að beiðni bráðabirgðastjórnarinnar og í umboði hennar. Bíðum við. Í umboði hvers ríkir bráðabirgðastjórnin? Bandaríkjahers! Einskis annars! Ég ítreka ábendinguna um að lesa grein Roberts Fisk úr The Independent um málefni Íraqs.



Það var að springa kúlupenni frá Sjálfstæðisflokknum í vasanum hjá mér. Það var nú það eina sem mig vantaði. Mér var nær að ganga með auðvaldspenna upp á vasann. Kennir mér lexíu. Hugsa sér að einu sinni lét ég glepjast af lýðskrumi og áróðri þessa íhaldsskröggaflokks.



Tom Mackaman er í framboði fyrir Socialist Equality Party á fylkisþing Illinois í BNA. Demókrataflokkurinn var búinn að reyna að spilla framboði hans en tókst ekki. Hér er bréf Mackamans til stuðningsmanna sinna. Gott hjá honum. Vonandi nær hann kjöri.



John Kerry: „I would still have voted for Iraq war“ -- sýnir hvað hann yrði góður forseti eða þannig.

No comments:

Post a Comment