Sunday, August 22, 2004

Menn Sadrs verjast enn í moskunni, skv. síðustu fréttum sem ég hef heyrt. Hetjurnar í Bandaríkjaher geta víst hreykt sér af að hafa drepið marga menn, en misst fáa sjálfir, ef eitthvað er að marka fréttaflutning. Hetjuskapur, af þungvopnuðum úrvalshermönnum, að salla niður með vélum léttvopnaða menn Sadrs. Þess ber reyndar að geta, að það mun vera venja hjá Bandaríkjaher, að telja mann ekki fallinn í bardaga, ef hann særist og deyr svo af sárum sínum þegar honum hefur verið komið af vígvellinum. Það er því rétt að taka opinberum tölum frá þeim með fyrirvara.

Það er ekki hægt að segja annað, en að vörn Sadrs og manna hans er frækileg. Hvað svo sem líður pólítískri stefnuskrá þeirra, þá er barátta þeirra gegn innrásarhernum fyllilega réttmæt. Hún er mótspyrna gegn heimsvaldastefnu ofvaxins þrjótaríkis. Sjá hér, hér.

~~~~~~~~~~~~

Umsátur nepalskra maóista um Katmandú er í algleymingi. Lesið t.d. þetta og þetta.) Mér finnst eftirtektarvert hvað fréttamenn hafa eftir nepölskum yfirvöldum, en hins vegar minnist ég þess ekki að hafa heyrt vitnað í maóistana sjálfa. Miðað við að það eru tvær aðalfylkingar í þessum átökum, og að byltingarhreyfing maóista hefur mjög mikið umleikis í landinu, væri þá ekki eðlilegt að heyra þeirra hlið á málunum líka?

~~~~~~~~~~~~

Finnt fólki hrakfarir Teds Kennedy fyndnar? Öldungadeildarþingmaðurinum hefur þráfaldlega verið meinað að stíga um borð í farþegaflugvélag, vegna þess að hann á nafna á lista yfir meinta/ grunaða/ óæskilega menn/fólk í ónáð hjá bandarískum yfirvöldum. Þetta ristir dýpra. WSWS.org er með grein um þetta, sem vert er að lesa. Hversu fyndið er þetta eftir lestur hennar?

~~~~~~~~~~~~

Ég vil svo benda á grein hjá Venezulea Electronic News, um stjórnarandstöðu Venezuela og styrrinn sem hefur staðið um nýafstaðnar kosningar þar.

No comments:

Post a Comment