Tuesday, August 31, 2004

Mótmælin í New York eru kröftug yfirlýsing bandarískra borgara um að þeir hafi fengið nóg. Repúblíkanaflokkurinn og demókrataflokkurinn eru ekki annað en tvær hliðar á sama peningnum. John Kerry fylgir sömu stefnumálum og vitringurinn Bush, hann er bara með örlítið breyttar áherslur. Hann yrði sjálfsagt afleitur forseti og varla hótinu skárri en Bush. Jæja, hótinu kannski, en ekki meira.

Hvað með fólk sem vill ekki stríð? Hvað með fólk sem er andvígt þessari aðför að lífskjörum, réttaröryggi, friðhelgi einkalífs, mannréttindum og öðru? Hvað með fólk sem sér í gegn um lygavefinn og vill kjósa almennilega frambjóðendur? Hvert á það að snúa sér? Það fólk hefur í engin hús að venda í hinu núverandi tveggja-flokka kerfi!

Socialist Equality Party er einn þeirra flokka sem berst í bökkum og reynir að komast að með framsækna og sósíalíska stefnuskrá. Þegar Demókrataflokkurinn kærði stuðningsmannalista þeirra í aðdraganda kosninga til fylkislöggjafarþings Illinois var lögfræðingur að nafni Spiegel til þess að verja þá, sá sami og varði lista Naders í Illinois. Hann komst svo að orði: „Every time you go through an experience like this you realize the ballot access laws in the US must change. The American people are supposed to chose who represents them, but they can't if the power-brokers keep their choices off the ballot.“ (leturbreyting mín; lesið greinina)

Gott og vel, margt fólk má kannski kjósa. En hver ræður hvað kosið er um?

Repúblíkanaflokkurinn stal kosningunum 2000 með eftirminnilega óprúttnum hætti. Hann framdi valdarán. Demókrataflokkurinn sagði ekkert við því, en lét sér það lynda. Þegar hins vegar koma fram þriðju framboð hamast demókratar gegn þeim sem mest þeir mega. Hræsnarar.

~~~~~~~~~~~~~

Frá Íraq: Skoðanakönnun sýnir að um 60% landsmanna hefur velþóknun á al-Sadr og meira en 70% á al-Sistani. 63% landsmanna vilja frekar „modern“ stjórnmálamenn en „traditional“ og hvorki meira né minna en 80% hafa ekki enn valið sér stjórnmálaafl til að fylgja að málum. Ég er nú hræddur um að framsæknum öflum verði ekki gert hátt undir höfði. Framsæknum svo langt sem þjóðfrelsisbaráttan nær, en ég efast um að það nái mikið lengra. Ansi er ég t.d. hræddur um að hvorki Kommúnistaflokkur ÍraqsKommúnistaflokkur írasqra verkamanna muni standa sig í stykkinu. Sá fyrrnefndi er meira að segja aðili að quislingastjórn Bandaríkjamanna*.

Talandi um Íraq, hversu róttækur er Muqtada al-Sadr? Það er umfjöllunarefni í góðri grein eftir Sharif Hikmat Nashashibi -- sem ég hvet fólk til að líta á.

~~~~~~~~~~~~~

Jæja, svo þeir geta ekki sigrað en ætla að sigra samt, hmm? Þetta „hryðjuverkastríð“ er ekki bara óvinnandi, heimskulegt og byggt á lygum blekkingu og yfirhylmingu, auk þess sem bandarískir ráðamenn tengjast sjálfir hryðjuverkum, heldur er það ofan í kaupið háð á einstaklega reaktífan hátt og óvænlegan til árangurs.

~~~~~~~~~~~~~

Hér þykir mér áhugaverð frétt: Half of New Yorkers Believe U.S. Leaders Had Foreknowledge of Impending 9/11 Attacks and "Consciously Failed" To Act. Það þýðir að starf efasemdarmanna á borð við Mike Ruppert hefur kannski verið að bera árangur?



~~~~~~~~~~~~~

Um daginn tók ég mig til og styrkti eitt af uppáhalds vefritunum mínum. Fékk svo í pósti í gær áritað eintak af Rogue State: A Guide to the World's Only Superpower eftir William Blum, í viðurkenningarskyni. Það þótti mér mjög ánægjulegt! Þeim sem hafa áhuga á að gera hið sama bendi ég hingað eftir upplýsingum.

No comments:

Post a Comment