Monday, August 23, 2004

Þegar ég stal lögreglubíl

Fyrir nokkrum árum gekk ég einu sinni heiman frá mér og niður í miðbæ. Gekk niður Túngötuna, sem leið liggur. Á horni Túngötu og Suðurgötu er bílastæði, og þar var eitthvað á seyði. Myndatökulið, leikarar (Fóstbræður, held ég), leikmunir. Mest áberandi leikmunurinn var lögreglubíll sem þarna stóð. Mannlaus. Í gangi. Ólæstur.

Nei, ég stóðst freistinguna. Lét hann eiga sig. Ég hugsa samt ennþá til þess stundum, hvaða prakkarastrik ég lét mér úr greipum ganga þennan sumardag.

o~o~o~o~o~o~o~o~o~o~o



Minn bróðir á afmæli í dag og er tvítugur. Til hamingju með það!

o~o~o~o~o~o~o~o~o~o~o







Ég vil lýsa yfir ánægju minni með nýbyggingar í Aðalstræti. Hótelið sem verið er að byggja í Aðalstræti 14-18 er að verða að sannri prýði á miðbænum. Þegar það er tilbúið ætla ég að fara og gista þar.

No comments:

Post a Comment