Saturday, August 14, 2004

Í dag, laugardag, er sögulegur dagur í Venezuela. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort það verði haldnar nýjar forsetakosningar, þar sem Huga Chavez gæti tapað embættinu. Chavez greyið er eitur í beinum hinnar borgaralegu stjórnarandstöðu, sem getur ekki séð í friði viðleitni hans til endurbóta. Ekki það, að þótt Chavez sé kannski líklegur til að láta mikið gott af sér leiða ef hann fær að sitja á friðarstóli, þá er hann samt sem áður ólíklegur til að leiða til lykta vandamál Venezuela á framsækinn hátt. Umbætur já, bylting nei. Nú hefur hann ekki byltingarkennda stefnuskrá, og aðstæður í Venezuela eru varla hagstæðar fyrir alvöru verkalýðsbyltingu. Er hann þó lýðræðislega kjörinn og hefur hingað til haldið velli gagnvart hverri atlögu afturhaldsins á fætur annarri. Það er gott hjá honum, og gott hjá stuðningsmönnum hans, sem hafa stutt hann í gegn um þykkt og þunnt. Eins og einhvern kann að ráma í er ekki ýkja langt síðan CIA rændi völdum í Venezuela og Chavez, á pólítískum hrakhólum, flæmdist úr landi. Stuðningsmenn hans linntu ekki látum fyrr en hann var settur í embætti aftur. Sumir segja að CIA leggi nú á ráðin um annað valdarán. Megi afturhalds kúkalabbarnir, óvinir hans, bíða sögulegan ósigur í kosningunum á morgun.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Ég býð Dodda annars velkominn til baka í bloggflór Íslands. Megi hans blogg verða mörg og góð.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Ísraelar skutu á palestínska lækna, sjúkraflutningamenn og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem voru að dreifa fyrstu-hjálpar pökkum til sárþjáðra íbúa Rafah, syðst á Gazaströndinni.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Man einhver eftir landi sem heitir Haiti? Málaliðar og hermenn Bandaríkjastjórnar rændu þar völdum í febrúar síðastliðnum. Suður-Afríka viðurkennir Jean-Bertrand Aristide ennþá sem réttkjörinn forseta landsins. Hann fékk enda 92% atkvæða í síðustu kosningum. Ég held að það séu væntanlegar aðrar forsetakosningar þar í nóvember. Það verður spennandi að fylgjast með. Sénsinn að þær verði lýðræðislegar er kannski ekki mikill. Síðan hvenær hafa þeir sem eru vitlausu megin við vald Bandaríkjanna þegið það vald (eða frelsi undan því) greiðlega og friðsamlega?



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Í Time Magazine er býsna góð grein um Kárahnjúkavirkjun. Lesið hana. Meðal þess sem ég þoli ekki við Kárahnjúkavirkjun er þetta: Ríkisstjórnin og Landsvirkjun beita hreinni valdníðslu og gefa hreinan skít í sjónarmið annarra í þessu máli. Þessu skal komið í gegn hvað sem það kostar. Kúkalabbarnir í ríkisstjórn sjá auk þess ekkert óeðlilegt við að eiga innileg viðskipti við glæpamennina í Bechtel, Alcoa og Impregilo. Glæpamenn, segi ég og skrifa. Ótíndir slúbbertar. Af félagsskapnum getum við svo þekkt innræti „okkar eigin“ landsdrottna. Hvers vegna ættum við ekki að sökkva þessari fögru náttúru, drekkja lífríkinu, róta upp moldroki (eins og það sé á það bætandi!) og stunda önnur umhverfishryðjuverk? Hvers vegna ekki? Einfalt svar: Vegna þess að við þurfum þess ekki. Við erum ein ríkasta þjóð í heimi og höfum ekki þörf fyrir að beita þriðja heims vinnubrögðum til að kikkstarta efnahagnum hjá okkur. Ekki lengur. Það er kominn tími til að draga hausinn upp úr flórnum. Heyrið það, framsóknarmenn. Á að skapa störf? Ef það er málið eru fáar leiðir kostnaðarsamari en álver. Byggðastefna? Horfumst í augu við það: Ef byggðarlagi er ekki við bjargandi með náttúrulegum hætti er það vegna þess að tilvistargrundvellinum hefur verið kippt undan því. Fólksflutningar úr sveit í þorp, úr þorpi í kaupstað og kaupstað í borg og loks úr borg til útlanda er náttúruleg þróun. Þorpin urðu til á kostnað sveitanna og borgin á kostnað beggja. Ef það væri vilji fyrir heiðarlegri byggðarstefnu er eitt sem væri sterk byrjun: Afnema kvótakerfið og taka upp sanngjarna fiskveiðistjórn og sjá hvort landsbyggðin mundi ekki rétta eitthvað úr kútnum við það. Það er ekkert annað en feigðarflan að halda að reaktífar framsóknarlausnir virki í alvörunni í málum eins og landsbyggðarflótta. Ég er ekki búinn: Ef þessi verksmiðjudrusla er svona hagkvæm, hvers vegna reisa og reka Íslendingar hana þá ekki sjálfir? Það væri skömminni skárri búbót, ef heimamenn ættu sjálfir verksmiðjuna, ekki satt? Ég hlusta ekki á væl um að menn hafi ekki bolmagn til þess. Ef hún er svona arðbær hlýtur að vera hægt að fá lán fyrir henni. Hvers vegna svo að flytja álið óunnið úr landi? Væri ekki viturlegt að smíða flugvélar eða eitthvað úr því hér á landi líka, og skapa með því enn fleiri störf? Eitt enn í bili: Þessi aumi fyrirsláttur um að álverksmiðja á Íslandi sé umhverfisvæn er einmitt það: Aumur fyrirsláttur. Í fyrsta lagi er hún það ekki. Í öðru lagi er ein aðalástæðan fyrir byggingu álvers hér sú að á móti er hægt að loka álverum í Bandaríkjunum, sem eru of dýr í rekstri. Hvers vegna? Vegna þess að þar eru gerðar strangari kröfur til mengunarvarna en á Íslandi! Með öðrum orðum eru þeir hingað komnir til að menga ókeypis.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Í Time sá ég annars aðra býsna góða grein, Where Do France's Jews Belong eftir Tony Karon:

Those who tell Jews like Cathy they don't belong in Israel are

quickly seen as anti-Semitic. But I apply the same label to any-

one who tells Uncle Adam that as a Jew he doesn't belong in

France, or says the same thing to any of my relatives elsewhere

in the Diaspora. "Go back to Israel" was a message I heard

occasionally growing up, both from Zionist emissaries promoting

immigration and from rightwing anti-Semites

...og þar liggur einmitt hundurinn grafinn. "Rightwing anti-Semites" eru nefnilega fyllilega sambærilegir við zíonista að flestu leyti öðru en því að aðrir eru óeðlilega andvígir gyðingum en hinir eru óeðlilega mikið fylgjandi þeim!

No comments:

Post a Comment