Monday, August 16, 2004

Þegar farið er að reka blaðamenn út úr Najaf er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvað tekur næst við. Eitthvað sem gerendurnir hafa ekki áhuga á að fréttist út fyrir borgina. Húsbændur okkar, bandóðrísku heimsvaldasinnarnir, hafa undanfarið framið einn stóreflis stríðsglæp í Najaf. Þessari borg er nauðgað fyrir augunum á okkur. Ríkisvald íslenskra óþokka klappar saman lófunum, fróandi sér af þrælslund, kvalalosta og skeytingarleysi og sleikjandi út um við tilhugsunina um beinið sem húsbóndinn hendir í hana í verðlaunaskyni.

Írasqa andspyrnan berst gegn ólöglegu og níðingslegu hernámi. Bandóðríkjastjórn lætur sem við tóma glæpamenn, þrjóta og hryðjuverkamenn sé að etja, þegar sannleikurinn er sá að glæpamennirnir, þrjótarnir og hryðjuverkamennirnir eru Bandaríkjamenn sjálfir. Andspyrna er náttúrulegt viðbragð við hernámi. Írasqa andspyrnan er jafn réttmæt og andspyrna Frakka, Norðmanna, Júgóslava og annarra gegn ribböldum Þriðja ríkisins á sínum tíma. Núna eru ribbaldarnir bandarískir og þjóðfrelsismennirnir írasqir.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Ég bíð spenntur eftir nánari fréttum að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Venezuela. Skv. þessari frétt mun allt vera með felldu, meira og minna, við framkvæmdina, að sögn Jimmy Carter. Vitanlega með undantekningum, en meira og minna þó.

No comments:

Post a Comment