Monday, April 3, 2006

Þrjár ábendingar

Douglas Adams þarf vart að kynna. Árið 1998 flutti hann ræðu sem nefndist „Is there an Artificial God?“, þar sem hann fjallar um tækni og þekkingu, þróun og líffræði, félagsleg mím og atferli og þróun hugmynda, hagnýti sem hugmyndir geta haft þótt þær séu vitlausar á yfirborðinu, og um stöðu manna í veröldinni. Já, ræðan er yfirgripsmikil og, eins og þarf ekki að koma á óvart, frekar löng líka. Hins vegar fannst mér tíminn vera fljótur að líða þegar ég las hana; hún er bæði vel sett fram og mjög innihaldsrík og áhugaverð -- og auk þess var flutti hann ræðuna af fingrum fram. Hér með hvet ég fólk til að lesa þessa skörpu ræðu!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á Egginni skrifar Jón Karl Stefánsson: „Krabbamein heimsins“ -- lesið það líka.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér eru áhugaverð fróðleikskorn á Vísindavefnum: „Hvað er drómasýki?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þennan fyrirlestur kl. 20 í kvöld get ég varla látið framhjá mér fara.

No comments:

Post a Comment