Friday, March 31, 2006

Enn af Jótlandspóstinum

27 íslömsk trúfélög höfða mál gegn Jótlandspóstinum. Gott hjá þeim. Í þessu JP-máli kristallast óþolandi mótsögn: Annars vegar eru rasistar og fasistar sem vilja sveipa sjálfa sig skykkju málfrelsis og frelsis til að guðlasta, en hins vegar eru afturhaldssamir klerkar sem fylkja fórnarlömbum margra kynslóða af heimsvaldastefnu á bak við sig. Hinir ráðandi eru afturhaldssamir og hinir kúguðu hafa afturhaldssama forystu. Menn eins og ég erum milli steins og sleggju.
Við fyrstu sýn. Þegar nánar er að gáð er kannski ekki svo erfitt að finna hverja ber að styðja og hverja ekki. Það ber í öllu falli ekki að styðja þá sem eru herskáir og blóðþyrstir - og heldur ekki þá sem vilja misbeita frelsi og réttindum til þess að móðga aðra eða særa og espa þá þannig upp til að auðveldara verði að réttlæta valdbeitingu gegn þeim. Þegar tvær fyrlkingar takast á og báðar berjast fyrir málstað afturhalds, fasisma eða heimsvaldastefnu - þá ætti maður einfaldlega að vera á móti báðum. Vera bæði á móti Jótladspóstinum og klerkunum.
Held ég. Það má auðvitað segja á móti að hver hópur hefur rétt til að velja sér forystu sjálfur, og það væri hrokafullt af mér að þykjast vera í stöðu til að velja forystu fyrir hópa sem ég tilheyri ekki einu sinni sjálfur - en á hinn bóginn væri það líklega mun verra að styðja eitthvað lið sem ég er viss um að hefur á röngu að standa eða sem ég veit að mun bregðast eða láta illt af sér leiða - en í besta falli beina þjóðfélagsátökum í farveg afturhalds og gagnsleysis.
Í þessu máli er annars einu ósvarað: Er Flemming Rose allur þar sem hann er séður? Lesið þetta og/eða þetta og veltið því fyrir ykkur.

1 comment: