Thursday, April 13, 2006

Fréttir + almenn hugleiðing um byltingar og skipulag

Það verður seint ofbrýnt fyrir fróðleiksþyrstum netlesendum að skoða Eggin.net!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Nepal afléttir Gyanendra kóngur útgöngubanni og Prachanda formaður biðlar til vandsveina hins opinbera að beita mótmælendur ekki ofbeldi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Chavez sakar sendiherra Bandaríkjanna í Caracas um að æsa til ofbeldis og hótar því að reka hann úr landi ef það endurtekur sig.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"Something's rotten in the state of Iceland" skrifar Ed Warner í Telegraph.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í samræmi við fyrstu athugasemd við síðasta blogg mitt, þá er kannski við hæfi að vísa í þessa frétt: Hans Blix segir að Íranir séu að minnsta kosti 5 ár frá því að koma sér upp kjarnorkusprengju. Að minnsta kosti.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er valdastéttin sem ræður því hvort bylting fer fram með blóðsúthellingum eða ekki. Það er hún sem velur hvort hún beitir valdi eða ekki. Ef valdastéttin beitir ekki ofbeldi hafa byltingarmenn heldur enga ástæðu til þess. Hins vegar virðist valdastéttin aldrei þekkja sinn vitjunartíma. Hversu oft hefur verið reynt, án árangurs, að berja byltingu niður með valdi? Byltingin sigrar samt, valdastéttin er blóðið drifin upp á herðar en tapar samt forréttindum sínum gagnvart samtakamætti fólksins sem vill nýja stjórnskipan.
Þegar menn hafa setið lengi á valdastólum fyllast þeir gjarnan hroka og drambi. Þegar fólkið rís gegn þeim ímynda þeir sér að það sé hægt að lægja ólguna með ofbeldi. Ofbeldi getur af sér ofbeldi. Þeir sem liggja á forréttindum eins og hundar á roði hljóta að verða að grípa til ofbeldis til að verja þau. En enginn má við margnum. Eina spurningin er hvernig fólkið er skipulagt. Óskipulögð ólga er ekki bara ólíkleg til árangurs -- hún er, í orðanna bókstaflegu merkingu, feigðarflan. Man einhver eftir Chile 1973? Illa skipulagðri tilraun til gerbreytingar var drekkt í blóði. Farsæl bylting verður því aðeins háð, að fólkið sem framkvæmir hana eigi sér óháða og vel skipulagða pólitíska framvarðasveit með tilheyrandi forystu, boðleiðum og áætlunum. Annars fer illa, er ég hræddur um.

No comments:

Post a Comment