Saturday, April 15, 2006

Úff...
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Rússar hlaupa undir bagga meðan Bush gerir illt verra.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Vatnavextir í Dóná. Alltaf finnst mér jafn skrítið að til skuli vera menn sem eru svo blindaðir af hugmyndafræði að þeir neiti að tengja saman punktana og sjá mynstrið sem ber vitni um hækkandi hitastig jarðar. Ronald Reagan tjáði sig einhvern tímann um hækkandi hitastig jarðar og möguleikana á því að t.d. Holland færi undir vatn -- og sagði að það væri ódýrara að flytja Hollendinga bara til Ameríku og fá sér sterkari sólgleraugu heldur en að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta finnst sumum vera snarplega svarað, gott ef þetta á ekki að hafa stungið upp í þessa vælandi rassblæðandi umhverfiskomma sem nota sjálfir rafmagn og bensín.
Maðurinn var fábjáni, og það sem verra er: Óábyrgur fábjáni með of mikil völd. Slæm blanda. Að hann eigi sér fylgismenn er líka einkennilegt. Of dýrt já? Það er greinilegt að það er enginn verðmiði á valkostum á borð við það að það sé áfram vitsmunalíf á jörðinni. Hver græðir svosem á því? „Samfélagið“? Hvernig getur samfélagið í heild haft hagsmuni? Eru þetta ekki bara einstaklingar? Mikið væri gaman ef aðeins fleiri sæju spönn frá rassi einstaklingshyggjunnar.

No comments:

Post a Comment