Sunday, April 16, 2006

Palestínustjórn hvött til að semja við Ísrael -- Palestínustjórn hefur enga samningsstöðu. Hún er hernumin af Ísrael. Samningur Palestínustjórnar við Ísrael núna hefði ekki meiri þýðingu en samningar Vidkuns Quisling við nasista þegar Noregur var hernuminn. Svo er annað: Hvernig er hægt að ætlast til þess að sá sem er hertekinn ábyrgist öryggi þess sem hertekur? Á fanginn að ábyrgjast öryggi fangavarðarins sem níðist á honum? Eitt enn: Ísraelar krefjast þess að Palestínumenn leggi niður vopn og að Hamas fjarlægi ákvæðið um eyðingu Ísraels af stefnuskrá sinni. Hamas hafa haldið einhliða vopnahlé í meira en ár og Ísraelar hafa ekki goldið í sömu mynt! Dettur einhvejrum í hug að vopnaðir Palestínumenn muni eyða Ísrael? Það geta ekki aðrir eytt Ísrael en Ísraelar sjálfir og mögulega Bandaríkin!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nepalska lögreglan skýtur á göngu lögfræðinga.
Ætli þeir hafi verið með róstur?

No comments:

Post a Comment