Wednesday, October 22, 2008

Veturinn kominn degi of snemma

Vetur konungur kann greinilega ekki á dagatal, fyrstu vetrardagur er ekki fyrr en á morgun.
Ég á gríðarmikið verk eftir í garðinum. Ætli mér takist að vinna meira í honum fyrir alvöru vetur? Ég veit ekki hvað gefst mikill tími í mokstur þegar snjóa leysir; þá mun ég eiginlega hafa öðru að moka heldur en mold í garðinum.
- - - - - - - - - - -
Herrarnir stunduðu hagsmunapot,
heimsku og spilling' og lygar.
Íslenska krónan er komin í þrot
og kuldinn af vetrinum sligar.

No comments:

Post a Comment