Wednesday, October 8, 2008

Enn af blessuðum efnahagsmálunum

Ætla ekki allir að mæta á Austurvöll klukkan 12 til að mótmæla með alþýðumanninum óbrotna, Bubba Morthens?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Markaðnum í dag var haft eftir Robert Zoellick, forstöðumanni Alþjóðabankans, að hann óttaðist að heimskreppa gæti verið að skella á.


Sá er skarpur. Er ekki til einhver orða sem er hægt að sæma svona snillinga?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Lesið grein Jóns Karls Stefánssonar á Egginni: Gandreið nýfrjálshyggjunnar, 1. hluti
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Ef maður nennir ekki að lesa marga fjölmiðla á dag, eða hefur ekki tíma til þess, þá er til mjög fljótleg leið til að sjá aðalatriðin í hentingskasti. Það er nóg að tékka á kúrsinum á gulli, og þá veit maður hvernig er umhorfs í efnahagsmálum. Gullverð fyrir hagkerfið er eins og loftvog fyrir veðrið. Þegar verðið hækkar, þá eru markaðirnir óöruggir. Hér fyrir neðan sést þróun gullverðs undanfarna tvo mánuði:

...segir nokkurn veginn allt sem segja þarf, er það ekki?

~~~ ~~~ ~~~ ~~~

"Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti" segir Geir. Já, hann segir það. Hann getur talað um traust. Geir ætti að skipta um vinnu, hann er svona álíka fyndinn og Spaugstofan.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég held ég verði gráhærður ef ég heyri fleiri klisjur úr sjómannamáli.

No comments:

Post a Comment