Wednesday, October 22, 2008

Frelsi auðmagnsins => hringamyndun

Það er lögmál á kapítalískum markaði, að því meira frelsi sem fyrirtækin hafa, þess stærri verða þau. Hvert og eitt keppir eftir hámarksgróða, stækkar því við sig eins og hægt er með því að hlaða upp framleiðslugetu og/eða kaupa upp keppinauta. Þetta gildir um fjölmiðla eins og annað. Með nýjasta útspilinu, sameiningu 365 miðla og Árvakurs, er nú, þannig séð, bara einn alvöru fjölmiðill hérna, plús svo Ríkisútvarpið.
Þorsteini Pálssyni fannst, nóta bene, aðspurðum að Ríkisútvarpið væri aðalvandamálið á fjölmiðlamarkaðnum!
En þetta meikar alveg sens. Meira frelsi => meiri hringamyndun. Ef við viljum heyra önnur sjónarmið heldur en þeirra sem eiga 365-Árvakur og/eða halda þeim uppi með vþí að kaupa auglýsingar, þá verðum við að gera svo vel að stofna frjálsa fjölmiðla. Þegar maður reynir að gera það er maður fljótur að sjá eitt vandamál við það: Það kostar mikla vinnu, og ef maður er í annarri vinnu og hefur ekki efni á að ráða her manns til að sjá um þetta, þá tekur það einfaldlega gríðarlega mikla sjálfboðavinnu. En þetta er víst frelsið! Sumir eiga bara auðveldara með að nýta sér það heldur en aðrir!
Ég vil annars koma því að, að samtökin "Blaðamenn án landamæra" eiga ekkert skylt við þau ágætu samtök Lækna án landamæra. Blaðamenn án landamæra voru stofnuð af kúbönskum útlögum og samverkamönnum þeirra, í þeim tilgangi að grafa undan stjórnvöldum á Kúbu. Tilgangurinn er auðvitað að gera Kúbu aftur að áfangastað fjárhættuspilara og vændiskúnna frá Ameríku. Frelsið, með öðrum orðum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Ég vil líka minna á fund Rauðs vettvangs annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Þið megið gjarnan láta þetta hvort tveggja berast áfram með tölvupósti, bloggi, fésbók eða öðrum leiðum, til fólks sem gæti haft áhuga á að mæta.
Sjá nánar:
* Lengri útgáfa af fundarboði
* Ályktun frá fundi 16. október
* 1. maí-ákall Rauðs vettvangs
* Ávarp til íslenskrar alþýðu

~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Auðvald og sjálfstæði 2008
höfundur: Þórarinn Hjartarson

Sjálfstæði Íslands er 90 ára í ár. Lýðveldistíminn er 64 ár. Þetta er stuttur tími. Nú stendur sjálfstæðið tæpar en það hefur áður gert þessi 90 ár. Ef við lendum upp á náð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður sala þess innsigluð, jafnframt því sem íslenskum almenningi verður bundinn baggi á herðar til framtíðar.
Hver er staða Íslands meðal þjóða? Ísland er lítið auðvaldsland sem sýnir heimsvaldaásælni en verður jafnframt fyrir ásælni voldugri heimsvaldasinna. Borgarastéttinni er ekki trúandi fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, síst af öllu heimsvaldasinnaðri borgarastétt, eins og allir mega sjá. Þjóðvarnarbaráttan er því verkefni alþýðunnar.

LESA RESTINA AF ÞESSARI GREIN

No comments:

Post a Comment