Monday, October 27, 2008

Grein dagsins

Opinn fundur Rauðs vettvangs annað kvöld -- þangað eiga allir góðir sósíalistar erindi.
~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~

Ég vil benda á góða og merkilega grein eftir sjálfan mig:

Davíð Bónaparte
Undanfarin 20 ár, eða tæplega það, hefur stjórnmálaumræða á Íslandi að miklu leyti snúist um persónu Davíðs Oddssonar. Það er ekki að undra, hann hefur enda verið valdamesti maður í landinu mestan hluta þessa tíma. Þegar við héldum að hann hefði sest í helgan stein, fengið þægilega innivinnu og hætt að vera miðpunktur athyglinnar, þá dynur efnahagskreppan á og hann ryðst fram á sjónarsviðið aftur og hefur engu gleymt. Og andstæðingar hans hafa engu gleymt heldur.

Ég ætla ekki að bera blak af Davíð Oddssyni. Ég efast um að nokkur annar Íslendingur beri eins mikla ábyrgð á þessu ástandi eins og hann. En það er barnaskapur að tala eins og hann sé rót vandans og allt verði betra ef hann snúi sér að öðru. Hann gæti dottið niður dauður án þess að við yrðum miklu bættari fyrir vikið. Hann er nefnilega ekki aðalatriðið.

Það heitir Bónapartismi, þegar stjórnmál eins lands hverfast um einn valdamann. Nafngiftin er runnin frá Karli Marx og er dregin af Napóleon I og Napóleon III, sem hvor um sig hrifsaði völdin í Frakklandi með tilstyrk hersins á sínum tíma eftir byltingu (sjá nánar í Átjánda Brumaire Lúðvíks Napóleons eftir Karl Marx). Þeir komu báðir fram sem mjög valdamiklir menn og virtust fæddir í hlutverk hins mikla foringja. Síðar átti Trotskí eftir að kalla veldi Stalíns bónapartískt, og reyndar má segja sama um evrópska einvaldskonunga.

[LESA REST AF GREIN]
~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~ ~~

Önnur, sem er eftir sama höfund og mér ber eiginlega borgaraleg skylda til að vísa á:
Kreppan: Aðalatriðin og aukaatriðin -- hún birtist í Mogganum á föstudaginn var.

No comments:

Post a Comment