Monday, October 13, 2008

Mótmælum óstjórn í efnahagsmálum!

Finnst þér að seðlabankastjóri sé starfi sínu ekki vaxinn og eigi að víkja tafarlaust? Finnst þér krónan vera vonlaus gjaldmiðill? Finnst þér stýrivextir of háir? Finnst þér að Geir H. Haarde eigi að segja af sér? Finnst þér efnahagsástandið vera í einu orði sagt óþolandi?

Komdu þá á Austurvöll í hádeginu í dag. Mótmælum því að vera dregin með ofan í svaðið, sýnum þessum mönnum nú einu sinni að við látum ekki bjóða okkur hvað sem er!

- - - - - - - - - - - -

Meistari Jón Karl ritar á Eggina: "Gandreið nýfrjálshyggjunnar, 2. hluti" OG "Smjörklípan súra". Lesið það.

No comments:

Post a Comment