Thursday, October 9, 2008

Tveir meistarar

Ég gat um það í síðustu færslu að Sævar Cieselsky væri maður dagsins. En ég held að Snorri Ásmundsson verði að kallast það líka: Seðlabankastjóra sagt upp. Úff, það þurfti einhver að gera þetta.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er viðeigandi að nota hryðjuverkalöggjöf gegn alvöru hryðjuverkamönnum til tilbreytingar, en ekki gegn fólki sem er á móti Íraksstríði eða Sellafield-stöðinni. Ég er viss um að Ósama er grænn af öfund út í Björgólfsfeðga núna.

Ef út í það er farið, gæti ég alveg trúað því að Björgólfsfeðgar sitji núna í helli í löglausu ættbálkahéraði í Norður-Pakistan. Þeir, Ósama og Elvis saman í helli.

No comments:

Post a Comment