Thursday, May 29, 2008

"Nepal orðið lýðveldi"

Mbl. greinir frá: Nepal orðið lýðveldi.
Það sem menn hafa þurft að hafa fyrir því að koma þessari kóngs-lufsu frá. Gyanendra konungur hefur verið alveg sérstaklega slæmur þjóðhöfðingi, og landhreinsun fyrir Nepal að losna við hann. Hvað tekur við? Hver veit? Kannski að Prachanda formaður maóista verði forseti, kannski einhver annar. Ég hef ekki sömu trú á nepölsku maóistunum og ég hafði. Sú stefna sem þeir hafa núna er einfaldlega að reka Nepal sem borgaralegt lýðveldi og láta sósíalismann bíða. Kannski að það komi á daginn að þeir séu að gera hárrétt og að mér skjátlist. Ég vona það satt að segja. Þangað til annað kemur í ljós, þá lít ég hins vegar svo á maóistarnir hafi hlaupist undan merkjum.

No comments:

Post a Comment