Tuesday, May 6, 2008

Góðan daginn

Ólafur Þórðarson skrifar á Eggina: Clinton verður næsti forseti BNA;
Yðar einlægur skrifar á Vantrú: Umburðarlyndi? Heyr á endemi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef alþjóðlegt fjármálaauðvald getur grætt á því að gera áhlaup á íslenska banka til þess að ræna hagkerfið, þá gerir það það. Gerði það það ekki einmitt núna í mars?
Íslenski bankamaðurinn sem var á þessum fyllirís-samsærisfundi erlendra svikahrappa í Reykjavík í janúar var sniðugur að koma ekki fram undir nafni. Réttast væri nefnilega að ákæra hann fyrir landráð. Hann verður þess áskynja að rán sé í vændum og varar ekki við því. Þvert á móti kaupir bankinn hans gjaldeyri, og hinir bankarnir líka (fengu þeir ábendingu?), svo að þeir reynast koma út í gróða á meðan allir hinir tapa. Ber þessi maður enga ábyrgð? Er allt í lagi að vera í vitorði um annan eins glæp, og veðja auk þess þannig að maður hagnist sjálfur? Heitir það ekki meira að segja að taka þátt í ráninu?
Þegar góðærið geisar, þá vill auðvaldið fá að leika lausum hala. Þegar harðnar á dalnum skríður það í skjól hjá ríkinu og vill að skattborgararnir borgi brúsann.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er víðar en á Íslandi þar sem lögreglan ræðst með offorsi á saklaust fólk. Eins og fram kom í fréttum, flugu hnútur um borð í Istanbúl á 1. maí. Útifundurinn hljóp á um 15.000 manns og einkennisklædd óeirðalögregla var með 20.000 menn -- mun fleiri en fólkið sem var samankomið -- og þá eru óeinkennisklæddir lögreglumenn ekki einu sinni taldir með. Þeir skutu um 1500 dósum af táragasi og beitu fólkið miklu ofbeldi, þar sem það var að mótmæla friðsamlega. Það má lesa nánar um þessa atburði hér: Turkey: May Day demonstration in Istanbul brutally suppressed.

No comments:

Post a Comment