Thursday, May 8, 2008

...

Ég má til með að benda á góða grein: Zimbabwe: Mugabe government responds to mass opposition with repression. Ég held að þessi greining á ástandinu sé nokkuð nærri lagi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mbl.is: Ísraelsríki sextíu ára
Það eru tvær leiðir til þess að binda enda á átök eins og þau sem eru milli Ísraela og Palestínumanna. Annað hvort að Ísraelar aflétti hernáminu, hleypi flóttamönnum heim og fari að koma fram við Palestínumenn eins og jafningja. Hin leiðin er að Ísraelar gangi endanlega milli bols og höfuðs á þeim, "ýti þeim út í eyðimörkina" eins og það er stundum orðað svo smekklega. Hingað til hefur viðleitnin frekar verið í síðarnefndu áttina en þá fyrrnefndu.
Það er auðvitað dagsatt að "öxull haturs, hryðjuverka og ögrana" er sterkur á svæðinu, þótt það sé ekki beinlínis með þeim formerkjum sem hann segir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mbl.is: Vill rjúfa tengslin við kirkjuna
Kaþólska kirkjan hefur mjög sterka stöðu á Spáni og nýtir hana ekki beint til góðs. Þess má reyndar geta að hún bannfærði stóran hluta landsmanna á dögunum. Í aðdraganda síðustu kosninga var Sósíalistaflokkurinn bannfærður á einu bretti, ásamt öllum þeim sem kusu hann. Ástæðurnar eru allt frá hjónabandi samkynhneigðra og fóstureyðinga yfir í opinberar rannsóknir á framferði Franco-stjórarinnar, þar sem kirkjan lét sitt ekki eftir liggja. Í því samhengi vil ég vísa í greinin Spánn: Kaþólska kirkjan gegn mannréttindum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Helgi Guðmundsson skrifar á Eggina: Vandlifað

No comments:

Post a Comment