Monday, May 5, 2008

Olía

Hafa Brasilíumenn fundið 33 milljarða tunna af olíu á hafsbotni eða eru þeir bara í bjartsýniskasti?

Ég skýt á það síðarnefnda.

Það er ekki úr vegi að lesa þetta í samhengi við þessa frétt frá því í janúar: Sádi-Arabar taka dræmt í að auka olíuvinnslu sína, og sjálfur Bush lætur skiljast á sér að kannski hafi þeir ekki meira upp á að hlaupa. Olíubirgðir Sádi-Arabíu hafa verið ríkisleyndarmál undanfarinn aldarfjórðung og hafa að þeirra sögn "vaxið" á þeim tíma. Sádar hafa auðvitað verið að blöffa. Þykjast eiga meira en þeir eiga til þess að fá meiri völd yfir markaðnum en þeim ber. Gamalt trix. Á sama tíma hafa þeir farið illa með olíulindir sínar með því að dæla of miklu saltvatni ofan í þær. Skammsýni og eiginhagsmunir ráða ríkjum hjá Sádi-Aröbum. Megi þeim verða steypt í byltingu og réttlæti og skynsemi sigra á Arabíuskaga.

No comments:

Post a Comment