Thursday, May 15, 2008

Matjurtagarðurinn

Það er fátt sem veitir mér jafn mikla ánægju og garðverkin. Í fyrradag stakk ég upp allan matjurtagarðinn minn, skipti honum í þrjú beð og sáði þar fyrir gulrótum, rófum, radísum og blaðsalati. Þar sem þetta fyllti matjurtagarðinn, þá tók ég mig til í gær og stakk upp hluta af grasflötinni við hliðina, þar sem ég ætla að setja niður kartöflur í dag.

Mér til ánægju og undrunar sá ég í leiðinni að stikilsberjarunnarnir sem ég gróðursetti í fyrra eru allir lifandi -- ég hélt að aðeins einn hefði lifað veturinn af, en þeir eru semsé allir sprækir og hressir. Færði einn til, reytti illgresi í kring um hina og víðar, alls einar hjólbörur af illgresi. Kerfill og skriðsóley.

No comments:

Post a Comment