Wednesday, May 28, 2008

Mjúk lending í orkumálum -- ekki seinna vænna

Haft er eftir Össuri Skarphéðinssyni á mbl.is: Íslendingar eiga að gera klárt fyrir orkuskipti.

Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér mjúka lendingu í orkumálunum. Olían er að verða ókaupandi. Skítt með einkabíla, ferðalög og annan hégóma, en hvernig ætla menn að reka togara eða dráttarvélar þegar olíulítrinn kostar þúsund krónur eða þrjúþúsund krónur? Hafa menn hugleitt það? Orkuskiptin hefðu þurft að hefjast í kring um árið 1990 til þess að verða mjúk. Héðan af er spurningin bara hversu hörð þau verða. Hvort þetta verður eins og að lenda í árekstri á 120 km hraða eða bara á 80 km hraða. Já, ég er svartsýnn, ég gengst alveg við því. En lesið ykkur til um olíutindinn og yfirvofandi hrun og segið mér að ykkur lítist bara vel á þetta. Segið það bara ef þið treystið ykkur til þess.

Það er kaldhæðnislegt að vera umhverfisverndarsinni á Íslandi núna. Eftir allan gauraganginn í kring um stóriðjustefnuna undanfarin ár, þá gæti alveg endað með því að vatnsafls- og jarðhitavirkjanir verði það sem á endanum bjargar okkur frá efnahagslegum móðuharðindum. Það yrði óneitanlega mjög kaldhæðnislegt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Annars skrifar Andrea Ólafsdóttir á Eggina: Rakaskemmdir innanhúss - alvarleg áhrif á heilsufar.

No comments:

Post a Comment