Thursday, February 9, 2006

Nepal o.fl.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Nepal í gær. Þetta voru einhverjar verst heppnuðu kosningar sem ég hef heyrt um. Pólitískur ósigur fyrir Gyanendra kóng. Kjörsókn var um það bil 10% að sögn kjörnefndar (ágiskanir ná frá 2% til 20% kjörsóknar). „The low turnout was seen as a success by the main political parties and Maoist rebels who had been campaigning for an election boycott. They argued the election could not take place while King Gyanendra retains absolute power in Nepal.“ Opinberum starfsmönnum var skipað að kjósa, en eiga að öðrum kosti á hættu að missa vinnuna. Hindustan Times greina frá því að í sveitarfélögunum 58 þar sem kosið var, hafi aðeins 3255 frambjóðendur keppt um 4146 sæti í upphafi, en af þeim hafi um 650 dregið framboð sitt til baka. Því voru engir frambjóðendur til um 2100 sæta. Sums staðar var fólk boðið fram án þess að vita af því; narrað til þess, til dæmis Sunaina Devi Paswan frá Jaleswore: „They fooled me into signing the candidacy paper stating that it was a form for a women's credit group“ sagði hún. Khaleej Times greina frá því að í 22 sveitarfélögum hafi kosningar ekki farið fram vegna skorts á frambjóðendum, eða vegna þess að þeir hafi verið sjálfkjörnir. Þúsundir mótmælenda kljást við lögreglu á götum Kathmandu. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar kallar kosningarnar réttilega „holar að innan“ og ríkisstjórn Indlands tekur í sama streng. „Analysts say the unpopular king is running out of options and his days may be numbered.“*
Af íslenskum fjölmiðlum er ég ánægður með frétt Ríkisútvarpsins um málið. Frétt Vísis er stutt en svosem ekki slæm. Morgunblaðið segir hins vegar að kjörsóknin hafi verið lítil „vegna hótana og ofbeldisverka“, sem gefur ranga hugmynd.

=== === === ===
Skopmyndir: Rice sakar ráðamenn að kynda undir reiði almennings“ -- það er vafalítið rétt hjá henni. Það er samt ekki eins og hún sé í aðstöðu til að vera merkileg með sig heldur, eða hvað?
=== === === ===
Grein eftir mig á Eggjunum:
Stéttaskipting og auðvaldsskipulag
Á meðan einn þjóðfélagshópur hefur vald til að setja öðrum þjóðfélagshópi skilyrði fyrir afkomu sinni er gátt ógæfunnar opin. Gátt stéttaskiptingarinnar. Stéttaskiptingin felst í þessu valdi, að geta sett öðrum skilyrði fyrir afkomu sinni. Það er annað mál, hvort einstakir kapítalistar gera það eða ekki; það er ekki verknaðurinn heldur aðstaðan sem stýrir því hvort einhver er kapítalisti eða ekki.“
Lesa afganginn af greininni.

No comments:

Post a Comment