Tuesday, February 7, 2006

Líkt og ólíkt með Samfylkingunni og VG

Orðheppinn hægrimaður kallaði andstæðinga sína einhverju sinni pólitíska vindhana. Þessi sniðuga einkunn finnst mér lýsa Samfylkingunni vel. Ég held að stjórnmálahreyfing, sem leitast við að sameina jafn breitt pólitískt litróf og Samfylkingin, sé dæmd til að eiga í erfiðleikum með að móta sér stefnu. Hvað er Samfylkingin? Vinstriflokkur? Miðjuflokkur? Hægrikratar? Fólk af þessum þrem tegundum er innan hennar, í það minnsta. Er hægt að kalla hana krataflokk? Sú einkunn er fullvíðtæk til að gefa skýra hugmynd, þótt hún gefi vissulega óljósa hugmynd.
Samfylkingin er hentistefnuflokkur. Inntak hennar er kratamoð og það virðist sem hún geti ekki ákveðið sig hvert hún eigi að brosa hverju sinni. Hentistefna er einmitt það sem einkennir Samfylkinguna; taktíkin er oft vel útfærð, en strategíunni er minna fyrir að fara. Að hverju er stefnt? Þeirri spurningu er varla hægt að svara.
(Lesa afganginn af greininni.)


=== === === ===
Dagskrá febrúarmánaðar í Snarrót.

No comments:

Post a Comment