Wednesday, February 1, 2006

Ár frá valdaráni í Nepal

Hart hefur verið barist í Nepal undanfarið og mannfall verið verulegt. Yfirvöld segja maóista falla eins og flugur, en hvernig sem á því stendur vex byltinginnu samt áfram ásmegin. 8. febrúar munu fara fram kosmetískar málamyndakosningar til sveitarstjórna í Nepal, þar sem konungurinn mun sveipa lýðræðislegri slikju á einræði sitt. Þingræðisflokkarnir sjö og maóistar andæfa þessari óhæfu, þessum ólýðræðislegu kosningum. Maóistar hafa haft í hótunum, og yfir 600 frambjóðendur dregið framboð sín til baka og (nálægt 20%, af um 3200 alls) frambjóðandinn Dal Bahadur Rai var skotinn en lifði af.
En í dag er 1. febrúar. Ár er liðið frá því konungurinn tók sér alræðisvald og setti neyðarlög í landinu. Búist var við kröftugum mótmælum þingræðisflokkanna í tilefni dagsins, og árásum maóista líka. Árás hefur þegar verið gerð á herstöð og að minnsta kosti 19 féllu -- sextán lögreglumenn og þrír hermenn. „Í ræðu sinni sagði konungur að árásir andstæðinga sinna væru orðnar fáar og vanmáttugar.“ Það var einfaldlega rangt hjá honum; byltingin hefur færst meira og meira í aukana, og friðurinn sem ríkti síðustu fjóra mánuði síðasta árs voru vegna vopnahlés sem var einhliða og hann átti ekki þátt í nema til að enda það með árásum!
Árás maóista var því auðmýking fyrir kónginn, pólitískur ósigur fyrir hann.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvað eru mannréttindi? -- fyrirlestur Elíasar Davíðssonar í kvöld
Mannréttindi ber oft á góma í fréttum. En fáir vita hvað er nákvæmlega átt við. Í erindi sínu skýrir Elías tengsl mannréttinda við skyldur ríkisvaldsins, hvernig mannréttindi eru frábrugðin gæsku og örlæti, hvernig mannréttindi festast í sessi og hverjar eru brotalamir í mannréttindamálum.
Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Snarrótar miðvikudaginn 1. febrúar 2006 kl. 20:00. Frjáls framlög. (Nánar.)

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
We will not sell our people or principles for foreign aid“ skrifar Khaled Meshaal, formaður stjórnmálanefndar Hamas, í The Guardian.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Iran 'has bomb and trying to make more'“ hafa Gulf News eftir Mansoor Ijaz, sérfræðingi í útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir séu komnir með sprengjuna, en bíði með að tilkynna það heiminum þar til þeir eigi fleiri.
Íranir segjast munu svara fyrir sig, verði á þá ráðist. En hvað það kemur mikið á óvart, að þeir ætli ekki að bjóða hina kinnina. Á þetta að heita fréttnæmt? Segir það skig ekki sjálft? Eða á þetta kannski að sýna hvað Íranir séu vondir?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég var að taka eftir því að Skoðun.is er komin aftur í loftið. Það er nú gott.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Áhugaverðar niðurstöður í skoðanakönnun meðal Íraka. (Meira af sömu könnun.)
Því er hótað að CPT-gíslarnir í Írak verði drepnir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á austanverðu Indlandi berjast maóískir Naxalbari-skæruliðar við lögregluna um yfirráð yfir sveitum. Undanfarna daga hafa 11 týnt lífi.

No comments:

Post a Comment