Tuesday, February 7, 2006

Glænýtt viðtal við Prachanda

KantipurOnline birtir nýtt viðtal við Prachanda formann maóista í Nepal. Formaðurinn segir flokk sinn vera reiðubúinn til viðræðna við konungsstjórnina ef hún samþykkir vopnahlé, með heiðarlegum ásetningi um að leysa stríðið. Það ehfur verið ásetningur maóistanna í nokkur ár að haldið verði stjórnlagaþing, þar sem konungdæmið verði gert upp og landinu fengin ný stjórnskipan, væntanlega þá lýðræðislegt lýðveldi. Prachanda segir í viðtalinu að maóistaflokkurinn muni hlíta úrskurði þjóðarinnar, jafnvel þótt niðurstaðan verði áframhaldandi einveldi.
Hann segist ekki hafa trú á árangursríkri sókn til sósíalisma og kommúnisma á þessu stigi stéttabaráttunnar, vegna efnahagslegra, pólitískra og félagslegra aðstæðna. Flokkurinn verði að sætta sig við það og leggja sig í staðinn fram um að spila taktíkina nógu sveigjanlega, en vera nógu trúir strategíunni. Loks segir hann að ef flokkur hans kæmist til valda mundu æðstu menn flokksins -- hann sjálfur, Baburam, Badal, Mahara og Diwakar -- ekki taka við stöðum í framkvæmdavaldinu.
Þetta þykja mér merkilegar fréttir af framvindu mála í Nepal.

No comments:

Post a Comment