Monday, February 6, 2006

Eggin taka til starfa

Ný heimasíða hefur tekið til starfa:
Eggin -- vefrit um samfélagsmál
Jón Karl Stefánsson skrifar um „Hinar raunverulegu afætur“ og Þórður Ingvarsson spyr hvar skuli byrja. Meira væntanlegt næstu daga, fylgist með.

=== === === ===
Chavez segir að helsti keppinautur sinn í forsetakosningunum í desember verði Bandaríkjastjórn og varar stuðningsmenn sína við því að hún sé vís til að beita brögðum.
=== === === ===
Sem alþjóð er kunnugt (1, 2, 3, 4, 5, 6) stendur til að sveitarstjórnarkosningar fari fram í Nepal á miðvikudaginn. Þessar kosningar verða til málamynda og til þess eins ætlaðar að auka trúverðugleika konungsins Gyanendra og treysta einræði hans í sessi. Þingræðisflokkarnir sjö og maóistar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessi óhæfa nái fram að ganga.
=== === === ===
230 farast úr kulda í Póllandi í mesta frosti í manna minnum. Svona fer þegar samfélagið ábyrgist ekki að allir búi við lágmarkslífskjör, ábyrgist ekki lágmarksmannréttindi -- ekki einu sinni réttinn til að lifa.
=== === === ===
Ritstjórn WSWS fordæmir myndbirtingar Jyllands-Posten harkalega og setur í pólitískt samhengi. Lesið greinina. Ég get ekki annað en tekið undir það sem þeir segja, m.a.:

„The decision of the right-wing Danish government to defend the newspaper that initially published the cartoons, and of newspapers in Norway, France, Germany, Spain, Italy, Belgium, the Netherlands, Switzerland, Iceland and Hungary, both conservative and liberal, to reprint them has nothing to do with freedom of the press or the defense of secularism. Such claims make a mockery of these democratic principles.
...
It is, moreover, a continuation and escalation of a deliberate policy in Europe, spearheaded by the political right and aided and abetted by the nominal “left” parties, to demonize the growing Muslim population, isolate it, and use it as a scapegoat for the growing social misery affecting broad layers of the working class.“

No comments:

Post a Comment