Thursday, February 2, 2006

Hamas, Nepal, Múlla Krekar o.fl.

Í kjölfarið á sigri Hamas-samtakanna vil ég (með góðfúslegu leyfi) birta smá texta frá Elíasi Davíðssyni, þar sem hann segir við hverju hann býst:
I really fear that the Hamas victory will be of short duration. The crucial problem is that Hamas has no strategy for eliminating the Zionist state and its vision does not address the existence of a Jewish society in Palestine. These two main shortcomings will remain the Achilles heel of this organisation. Its ideology prevents it from addressing the Jewish population in Israel as its future constituency and building a common future. Its only viable option, within their own ideological dead end, will remain that of a rump Palestinian statelet, a dependency of Israel, leaving true liberation to Allah. Their imams will find the right religious citations to justify such an abdication. Remember my words.
Þetta er umhugsunarefni, en ég er hræddastur um að hann muni reynast sannspár.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
PINR birta grein um óstöðugleikann í Nepal með tilliti til valdabaráttu á svæðinu í víðara samhengi. Þetta er áhugaverð grein fyrir þá sem á annað borð hafa áhuga á gangi mála þar. Meðal þess sem kemur fram er að frambjóðendur í komandi sveitarstjórnarkosningum eru færri en sætin sem kosið verður um. PINR spá lítilli þátttöku.
Á einhverjum stöðum í Nepal mun ekki reynast fært að halda kjörfund. Maóistar leggja mikið á sig til að hindra kosningarnar sem víðast -- og ætla má að þar sem þeim tekst það, þar séu áhrif þeirra mikil. Með öðrum orðum, þessar kosningar munu e.t.v. sýna enn betur en áður hversu stórum hluta landsins þeir ráða.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Minn pólitíski sonur Rúnar er farinn að blogga.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ritræpa mín á Vantrú heldur áfram: „Rökvilla brunnmígsins“ og „Almenningur varaður við óheilnæmri hegðun“ birtust nýlega og „Myndbirting Jyllandsposten og öskureiðir múslimar“ er nýjust, en heitar umræður hafa spunnist eftir þá síðastnefndu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Múlla Krekar veður á súðum. Hann er herskár leiðtogi herskárra fylgismanna. Hann hefur hagsmuni af því að ýta undir herskáar tilhneigingar, því þá fær hann fleiri til liðs við sig og verður valdameiri sem því nemur. Mjög gott dæmi um það, hvers vegna herskáir leiðtogar eru varasamir á viðsjálum tímum.

No comments:

Post a Comment