Þegar maður kaupir fyrstu röðina í lottóinu eða fyrsta miðann í happdrættinu, þá aukast vinningslíkurnar úr því að vera engar, upp í að verða dálitlar. Hlutfallslega er það óendanlega mikil aukning á vinningslíkum. Þess vegna er fyrsti röðin/miðinn besta fjárfestingin, og allt umfram það er peningasóun í samanburði.
~~~ ~~~ ~~~
Eins og ég hef nefnt áður er gangverð á gulli sennilega einfaldasti mælikvarðinn á horfurnar í efnahagsmálum heimsins. Það sló heimsmet nýlega og hefur bara farið hækkandi síðan. Það er tæpast til betri fjárfesting, ef undan er skilin ein röð í lottóinu.
Wednesday, April 27, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment