Wednesday, April 27, 2011

Hleypum ekki erlendu glæpahyski inn í landið

Þegar erlendir glæpamenn koma til landsins skiptir miklu að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar til að taka á móti þeim. Nú þyrfti að rýma til í Njarðvíkurskóla, því "sendinefnd" einhverra stærstu glæpasamtaka heims er væntanleg í kvöld. Þessum óaldaseggjum á að taka á móti með tveim hrútshornum:

Glæpasjóðsins sendinefnd
sæmum gjafavöru:
Ætti að verða endursend
öll í fiðri og tjöru.

No comments:

Post a Comment