Saturday, April 9, 2011

Að kyssa vöndinn

Þegar ósanngjarnir og pedagógískt vitlausir foreldrar flengdu börn sín í gamla daga, létu þeir þau stundum kyssa á vöndinn á eftir, til þess að hámarka niðurlæginguna. Í mínum augum er já-atkvæði í IceSave-kosningunni sambærilegt. Að samþykkja ranglætið er að kyssa vöndinn. Fari það svo á endanum, að þessar ranglátu skuldir verði ekki umflúnar, þá skal það aldrei verða með mínu samþykki.

4 comments:

 1. Hvað ef skuldirnar eru ekki ranglátar?

  --
  Matti

  ReplyDelete
 2. IceSave-skuldirnar eru ranglátar. Fjármálaauðvaldið stofnaði til þeirra og það getur átt þær með húð og hári.

  ReplyDelete
 3. Þú átt við að breskir skattborgarar megi eiga þetta?

  ReplyDelete
 4. Íslenskur almenningur ber ekki ábyrgð á einkabönkum og fékk enda síst betri útreið af þeim heldur en almenningur annars staðar. Þeir sem voru sviknir af íslenskum bankamönnum eiga sökótt við þá, ekki okkur, og eiga því að sækja bætur til þeirra, ekki okkar. Það er hins vegar sjálfsagt að hjálpa kröfuhöfum að hafa hendur í hári ræningjanna til að gera upp við þá.

  ReplyDelete