Sunday, April 10, 2011
Ábyrgðin á auðvaldinu
Í eðlilegum skilningi orðsins "ábyrgð" bera bankamenn fyrst og fremst sjálfir beina ábyrgð á gjörðum sínum. Stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir bera líka sína ábyrgð, fyrir að búa í haginn fyrir bankamennina, ýmist með verkum sínum eða vanrækslu. En hvað með almenning? Ber almenningur ábyrgð? Já og nei: Ekki beina, en á sinn hátt óbeina. Óbeina ábyrgðin sem allt venjulegt fólk ber, er sú að hafa ekki látið sig varða að hagkerfið væri vitskert og með innbyggða siðblindu. Það er að segja, að hafa ekki fyrir löngu tekið málin í sínar hendur með því að gera byltingu og byggja upp réttlátt og skynsamlegt þjóðfélag. Jæja, segjum að við berum öll þessa (óbeinu) ábyrgð á atburðarás síðastliðinna ára. Hvað ber þá að gera núna? Það er kjarni málsins: Það á ekki að halda áfram meðvirkninni við kröfur óseðjandi auðvalds, heldur sýna þá ábyrgð að afleggja loksins auðvaldsskipulagið og skipuleggja þjóðfélagið upp á nýtt. Það væri ábyrgt. Annað er ekki ábyrgt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment