Wednesday, April 13, 2011

Afskiptasemi Samtaka atvinnulífsins

Það er hrein móðgun við opinbera starfsmenn, þegar Samtök atvinnulífsins setja fram kröfur um að laun þeirra séu ekki hækkuð eða að lífeyriskjör þeirra verði skert. Kannski að BSRB-félögin ættu bara að semja beint við SA? Meðvirkni Alþýðusambands Íslands, að taka undir kröfur SA eða láta það afskiptalaust að þau blandi þeim inn í viðræðurnar, er varla hægt að kalla annað en firn mikil, svo ég taki ekki dýpra í árinni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, vinur litla mannsins, krefur ríkið um að halda útgjöldum í lágmarki, en það þýðir ekki síst að sýna hörku í kjaraviðræðum. Fyrir mánuði sagði Steingrímur J. Sigfússon að eigendastefna ríkisins fæli í sér "hófsemd í launamálum". Hann sagði það um bankana, en það þarf ekki sterk gleraugu til að sjá að hið sama gildir um annað starfsfólk og ríkisins.

No comments:

Post a Comment