Ásgeir Margeirsson er forstjóri Magma á Íslandi. Hann þykist ekki skilja hvernig ríkið ætti að geta stöðvað kaup Magma á HS Orku. Hvað með þetta: Ríkið áréttar lög um að auðlindir megi ekki vera í eigu erlendra aðila. Þannig reglu hlýtur fullvalda ríki að geta sett, ekki satt?
Hvers vegna voru kaupin ekki stöðvuð fyrr? Ja, annars vegar finnst Samfylkingunni bara frábært að erlent auðvald kaupi upp auðlindir landsins. Hins vegar er ekki hægt að keppa við kúlulán eins og Magma fékk. Ef það er í lagi að borga bara seinna, þá getur Magma boðið hvað sem er. Ef fjárfestingin skilar arði, þá er hann (kannski) notaður til að borga en ef hún skilar ekki tilskildum arði, þá lýsir fyrirtækið sig bara gjaldþrota og Ross Beaty og Ásgeir Margeirsson dansa áhyggjulausir í burtu og snúa sér að öðrum fjárfestingum. Ég er hræddur um að ríkið ætti erfitt með að leika það eftir.
Wednesday, July 28, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment