Tuesday, July 13, 2010
Atli, Magma, VG og ríkisstjórnin
„Vinstri grænir hafa brugðist í Magma málinu“ hefur RÚV eftir Atla Gíslasyni. Ég get ekki andmælt því, og ekki í fyrsta sinn sem VG bregst vonum. Ég skal ekki gera lítið úr því sem VG hefur náð fram í ríkisstjórn, en það bliknar samt í samanburðinum við það sem VG hefur ekki náð fram. Hvert vígið hefur fallið á fætur öðru. Ég verð þó að viðurkenna að frammistaðan hefur ekki beinlínis valdið mér vonbrigðum. Ástæðan fyrir því er einföld: Ég gerði mér aldrei nema mjög jarðbundnar vonir um hana. Ég sé ekki hvaða gagn er í því að styðja ríkisstjórn sem er svona bersýnilega hægrisinnuð. Þau rök að „annars komist íhaldið til valda“ eru ekki beysin. Það væri svosem súrt ef íhaldið kæmist aftur til valda, ekki neita ég því, en ég kaupi ekki það bull að við verðum að gera þetta-og-þetta vegna þess að annars muni íhaldið gera það. Aðalatriðið er hvað er gert, ekki hver gerir það. Að framfylgja harðlínu-hægristefnu er ekki hlutverk vinstrimanna heldur hægrimanna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment