Friday, September 25, 2009

Nýtt blogg

Áðan stofnaði ég þetta nýja blogg og flutti yfir á það allt efni af gömlu bloggunum, Vangaveltum og Hversdagsamstri, tæpar 3000 færslur frá haustinu 2003 til þessa dags. Eftir helgi verður þetta nýja bloggið mitt og frá og með komandi mánudegi mun ég fyrst og fremst blogga hér. Gömlu bloggunum ætla ég að leyfa að hanga uppi um hríð en eyðing þeirra er samt komin á dagskrá. Ég veit ekki hvað ég geri við Moggabloggið mitt. Ætla alla vega ekki að eyða því, a.m.k. ekki strax, en efast um að ég muni nota það mikið. Ég er a.m.k. búinn að eyða mbl.is úr flýtivali á vafranum mínum.

Fólk sem er með tengil í bloggið mitt má gjarnan breyta honum í samræmi við nýja vefslóð.

No comments:

Post a Comment