Nú hafa margir bloggvinir og aðrir hætt Moggabloggi og sagt upp áskrift að Mogganum. Hafi einhverjum þótt lítið til Moggabloggsins koma -- og ég hef fullan skilning á því -- þá verður það sýnu snautlegra núna. Ég ætla ekki að loka blogginu í bili, en hef tekið öryggisafrit af því, bara til að vera viss. Á næstunni mun ég lesa meira af öðrum vefmiðlum, sem ég hef reyndar gott af hvort sem er. Það er engum manni hollt að fá flestar sínar fréttir úr Morgunblaðinu.
Talandi um hollan uppruna upplýsinga, þá má ég til með að benda á þann ágæta vef Eggin.is. Þar er einmitt að finna þessa grein eftir sjálfan mig:
30,1% landsmanna segjast til í greiðsluverkfall. Þótt það væri ekki nema helmingur þeirra er það samt nóg til að knésetja bankana. Stór hluti landsmanna til viðbótar er fús til að beita annars konar þrýstingi, til dæmis að greiða aðeins af lánum skv. upphaflegum áætlunum eða taka út sparifé sitt. Þetta er ekkert annað en reiðarslag fyrir bankana, fjármálaauðvaldið og auðvaldið í heild. Ef Hagsmunasamtök heimilanna fá 15% með sér í verkfallið, þá getur ríkisvaldið ekki annað en gefist upp og samið.
No comments:
Post a Comment