Tuesday, September 29, 2009

Réttur er settur

Ég lýsi þetta blogg formlega tekið í notkun. Fólki sem linkar á mig er vinsamlegast bent á að nú er viðeigandi að breyta linkunum. Hér eftir verður þetta aðalvettvangur minn fyrir blogg. Ég hef hvorki í hyggju að blogga aftur á Vangaveltu-blogginuHversdagsamsturs-blogginu. (Um Moggabloggið hef ég ekkert ákveðið, en það er á ís í bili.) Satt að segja voru þau dálítið vanhugsuð frá upphafi. Ég hugsaði með mér að best væri að halda persónulegu málum á einu bloggi og pólitískum á öðru. En til hvers? Hvers vegna ætli flestir láti sér nægja að vera með eitt blogg með hvoru tveggja? Líka: Þegar maður er farinn að skrifa nokkuð reglulega á vefmiðla eins og Eggina eða Vantrú, þá fjölgar óneitanlega hornunum sem maður hefur að líta í og þá verður það eins og kvöð að hafa mörgum bloggum að sinna. Ég skil ekki heldur, btw., hvers vegna ér stend í því að halda úti mörgum netföngum. Það þriðja með gömlu bloggin mín tvö sem var vanhugsað, var slóðin. Allt of löng, á þeim báðum. Á þessu nýja bloggi hefði ég sleppt bandstrikinu og haft slóðina bara vest1, en Blogger býður ekki upp á það. Stutt og snyrtilegt, það er betra þannig. Já, ekki má gleyma: Glöggir gestir sjá að tenglasafnið á spássíunni er mun styttra en það var. Maóistaflokkur Afganistans er t.d. ekki lengur, heldur ekki Neturei Karta o.fl. Einfaldara er betra. Jamm.

Skoðið annars blogg Rauðs vettvangs og dagskrá ráðstefnunnar Baráttudaga 10.-11. október. Glæsileg dagskrá sem enginn alvöru vinstrimaður vill missa af.

2 comments:

  1. Kristín JónsdóttirSeptember 29, 2009 at 6:20 PM

    Þú mættir breyta tenglinum á mig, ég er farin að blogga á eyjunni ógurlegu, en ég lofa að ég seldi mig ekki djöflinum heldur gef honum bara afnot af mér: http://blog.eyjan.is/parisardaman/

    ReplyDelete