Wednesday, September 16, 2009

Af okkur

Eldey er alveg við það að byrja að skríða. Það er eiginlega skilgreiningaratriði hvort hún byrjaði á því í gær eða hvort það verður á morgun. Hún er nýbyrjuð í ungbarnasundi fyrir lengra komna.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Var að senda þetta til Tryggingamiðlunar Íslands:
Góða kvöldið.
Áðan var hringt í mig og mér boðin "tryggingamiðlun". Fyrir utan það að ég er fullfær um það sjálfur að afla mér upplýsinga og setja mig í samband við fyrirtæki ef ég kæri mig um tryggingar, þá var hringt klukkan 19:08. Á þeim tíma er flest heiðarlegt fólk að borða kvöldmat. Rímar þetta við það sem þið segið á forsíðunni, um "góða þjónustu"? Þið megið bóka það að ef ég kæri mig einhvern tímann um ráðleggingar í tryggingamálum, þá mun ég snúa mér til keppinautarins.
Kveðja, Vésteinn Valgarðsson
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í dag og í gær fór Vantrú í Háskóla Íslands og skráði 35 manns úr ríkiskirkjunni. Við verðum aftur á morgun og hinn!

No comments:

Post a Comment