Þessa helgi missi ég af mörgu merkilegu. Dæmi:
Landsfundur UVG á Hvolsvelli, þar sem eflaust verður tekist á um frammistöðu ríkisstjórnarinnar, flokksforystunnar og flokksins almennt. Það er synd að láta sig vanta á hann, nú veitir forystunni ekki af aðhaldi frá vinstriarminum.
Málfundurinn "Þörf á rauðu stjórnmálaafli?" á Akureyri á laugardaginn, sem Stefna stendur fyrir. Vinstrimenn á Akureyri og þar í grennd eiga fullt erindi á þann fund. (Þar verður meðal annars kynnt ráðstefnan Baráttudagar í október, sem ég vek hér með athygli á líka.)
Á sunnudaginn halda svo VG á Héraði fund á Egilsstöðum (býlinu, ekki kaupstaðnum).
Friday, September 25, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment