Thursday, November 13, 2008

Skúli Thoroddsen

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinssambandsins, talar réttilega um ábyrgð útrásardólganna og skuldadaga þeirra, og um óbærilega skuldabagga, sem eiga að sliga okkur það sem við eigum eftir ólifað, ef allt heldur áfram að fara á versta veg. Á sama tíma er erfitt að skilja annað af honum en að hann telji það vera okkur nauðsynlegt að fá lán hjá IMF ("brýnasta nauðsyn dagsins í dag").
Í áramótagrein Skúla varaði hann við útrásinni og hvernig fjármálaauðvaldið væri að fara með okkur (1. janúar 2008 - Um nýkapitalisma). Núna vill hann ganga bónarveg til IMF, sem er alþjóðlegt fjármálaauðvald holdi klætt. Það má bóka að undir forræði IMF verður ekkert "til hagsbóta í þágu þegnanna" eins og hann sagði um áramótin að markaðskerfið ætti að vinna. Það má bóka það.
Ég skrifaði grein í janúar þar sem ég mótmælti nýársgrein Skúla: Af ný-auðvaldi og ný-misskilningi. Lesið þær báðar.

No comments:

Post a Comment