Friday, November 21, 2008

Hvað ber að skera?

Ég vil segja fernt um niðurskurð og hagræðingu í heilbrigðiskerfinu:
1. Það er ekki hægt að skera mikið niður í grunnþjónustu, "á gólfinu". Þar er boginn nú þegar spenntur til hins ítrasta og nær að auka framlög þangað til muna. Lesið Ávarp Lárusar Páls frá 1. nóvember til að skilja hvað ég á við. Aukin framlög kosta ekki peninga heldur spara peninga. Betri mönnun þýðir betri aðhlynning, þar á meðal færri mistök. Betri aðhlynning þýðir að færri þurfa að leggjast aftur inn.
2. Það má hagræða talsvert innan heilbrigðiskerfisins! Svo ég taki dæmi af Landspítalanum, þar sem ég vinn, þá rogast hann með úr sér vaxna yfirbyggingu, mjög dýra og pilsmikla. Ég get ekki metið hvað væri hægt að skera niður mikið þar, en held að það sé talsvert meira en 10%!
3. Einkavæðing er ekki hagræðing. Hún er dýrari og verri. Lesið erindi dr. Allyson Pollock frá því í vor.
4. Nú er ekki tíminn til að lækka launin hjá heilbrigðisstarfsfólki eða segja því upp. Við erum láglaunastéttir sem bárum ekki of mikið úr býtum í þessu svokallaða góðæri. Það erum ekki við sem eigum að fjúka núna. Við erum saklaus af ástandinu og mér er til efs að við tökum stórfelldum niðurskurði þegjandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~


Mótmæli á Austurvelli klukkan 15.00 laugardag!
Raddir fólksins boða til mótmæla á Austurvelli á morgun, laugardag kl. 15:00.
Komum vanhæfum ráðamönnum úr embættum sem þeir ráða ekki við, stöndum saman!
Ræðumenn:Sindri Viðarsson, sagnfræðinemi; Katrín Oddsdóttir, laganemi og Gerður Pálma, atvinnurekandi frá Hollandi. Fundarstjóri: Hörður Torfason.
(Svona fundir kosta því miður peninga. Vinsamlegast styrkið: 1132-05-41500)

~~~ ~~~ ~~~ ~~~


Það var Malcolm X, ef ég man rétt, sem skipti svertingjum í tvo hópa, akurnegra og húsnegra (field negro og house negro). Þessi orð hafa nokkurn veginn sömu merkingu og í Íslandsklukkunni: Betra er að vera barinn þræll en feitur þjónn.
Barack Obama er karlkyns lögfræðingur miklu frekar en að vera svertingi. Já, málstaður svertingja sem slíkra á alveg eftir að hafa eitthvað gott af setu hans sem forseta, en málstaður karlkyns lögfræðinga sem slíkra á eftir að njóta hans ennþá betur. Að ég nú ekki tali um auðvaldið.
Já, Barack Obama er hvítahúsnegri. Er það ekki?

No comments:

Post a Comment